top of page

Úr framhaldsskóla yfir í frumkvöðul

Viðtal við Ísar Bjarka Hinriksson


Ísar Bjarki HInriksson er ungur frumkvöðull sem hóf eigin rekstur innan við ár eftir að hafa útskrifast úr framhaldsskóla. Hann, ásamt Degi jakobsyni, stofnuðu Dasar, fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og merkingu á vönduðum vinnufatnaði fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga.

Allt er aðgengilegt á Dasar.is, þar sem þú getur pantað, fengið ráðgjöf og látið merkja fatnað eftir þínum þörfum.


ree

Hvaða framhaldsskóla varstu í?

Flensborgarskóla


Hvenær útskrifaðist þú?

Vorið 2024


Hvernig fannst þér í framhaldssóka?

Framhaldsskólagangan mín var mjög skemmtileg. Bara sprell og gaman en nokkrir leiðinlegir íslenskutímar. Gott félagslíf að mínu mati, eiganðist minn besta vin þar. Fyrsta árið ,,good shit” útaf þá var bekkjarkefni.


Hvenær kviknaði hugmyndin að fyrirtækinu?

Ég byrjaði á veitingastaðnum Apótekinu snemma á þriðja árinu mínu í Flensborg. Þar kynntist ég Degi Jakobssyni sem er meðeigiandi fyrirtækisins. Við byrjuðum fyrirtækið útaf það var svo dýrt að gera starfsmannafatnað á Apótekinu og fundum þannig gat á íslenskum fatamerkingamarkaðinum. 


Hver er ykkar sérstaða á markaðinum?

Bjóðum upp á aðgengilegri starfsmannafatað fyrir fyrirtæki og sérmerktan einstaklings fatnað. Við viljum bjóða upp á hágæða varning tryggja þannig endingu varana.


Af hverju heitir það DASAR?

Út af því að Dagur og Ísar gerir DASAR. Nörfnin sett saman og nafnið var komið. 


Hvernig var þróunin á fyrirtækinu?

Byrjuðum mjög lítið. Keyptum litla bróderingavél löbbuðum síðan á milli fyrirtæki og þar aðalega veitingastaða, reyndum að kynna okkur og okkar sérstöðu og XXX. Þegar við byrjuðum að gera það föttuðum við hversu mikil þörf á markaðinum var fyrir aðgengilegri starfsmannafatnað. Þá föttuðum við að við þurftum að stækka við okkur og keyptum okkur tvær nýjar vélar til að framboðið náði eftirspurninni. Núna þurfum við að stækka við okkur rýmislega séð til að ná að koma við móts við eftirspurnina. 


Hvernig gengur með fyrirtækið núna?

Við erum hátt uppi. 


Tókstu eitthvað úr náminu þínu sem hjálpar þér við fyrirtækið í dag?

Fór í frumkvöðlafræðisáfanga í skólanum og það var lærdómsríkt að fá að prufa sig áfram þar. 


Hvert sjái þið ykkur stefna í framtíðinni?

Vera með dægilegustu, hröðustu og skemmtilegustu þjónustu sem kemur á móts við bæði fyrirtæki og einstaklinga á fatamerkingarmarkaðnum. 


Ertu bara með fyrirtækið eða vinnur þú annarsstaðar?

Er veitingastjóri á Sushi Social sem er 2-2-3 vaktakerfi. Smá yfirþyrmandi á köflum en alltaf gaman að geta verið bæði þar og hjá DASAR. 


Var stefnan alltaf að verða frumkvöðull?

Já. Ég hef verið að fikta með allskonar frumkvöðlafræði og finn mig mikið í eigin rekstri.


Eru þið með slagorð?

Þú brosir breiðar hjá DASAR. 


Comments


bottom of page