Emma Lóa Kristjánsdóttir
- Sara Rós Lin Stefnisdóttir

- Sep 30
- 2 min read
Emma Lóa er 18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund. Hún er á sínu þriðja ári þar en ásamt náminu er hún í 3 vinnum. Emma kom til mín í smá spjall um framhaldsskóla lífið og hvernig er að vinna mikið með skólanum.

Hvernig finnst þér námið?
Mér finnst námið mjög fínt og fjölbreytt. Ég dýrka 3 anna kerfið og símat. Það gerir námið sveigjanlegra og minna stressandi þar sem maður fær stöðugt endurgjöf og tækifæri til að bæta sig. Ég er líka ánægð með fjölbreytt verkefni og kennsluhætti, þar sem það heldur manni áhugasöm og hjálpar að tengja námið við raunveruleg dæmi.
Hvenær sérðu fram á að útskrifast?
Ég fékk val um að útskrifast fyrr eða í febrúar á næsta ári en þar sem ég elska athyggli þá vil ég athöfnina.
Hvað er skemmtilegasta fagið?
Ég elska alla handavinnu og þess vegna eru uppáhalds fagið mitt leirmótun og beinustu leið í annað sæti væri þá fatahönnun.
Hvernig leggst þriggja annar kerfið í þig?
Ég dýrka 3 anna kerfið og símat. Það gerir námið sveigjanlegra og minna stressandi þar sem maður fær stöðugt endurgjöf og tækifæri til að bæta sig. Ég er líka ánægð með fjölbreytt verkefni og kennsluhætti, þar sem það heldur manni áhugasöm og hjálpar að tengja námið við raunveruleg dæmi.
Hvernig er félagslífið í skólanum?
Það er bara mjög fínt ekki fjölbreytt þetta er frekar klíkju skipt en samt alveg hægt að taka virkann þátt.
Hvar vinnur þú?
Ég vinn í Lágafelsskóla eða réttara sagt frístundinni þar og svo vinn ég á Sushi Social og Bestsellers.
Hversu mikið ertu að vinna með skóla?
Mjög mikið, allar helgar alla mánudaga og 2-2-3 vaktaskipti hjá Sushi Social .
Af hverju ertu að vinna svona mikið með náminu?
Af því að ég er vinnu fíkill og fúnkera ekki að gera ekki neitt. Svo er pengurinn alltaf plús
Hvernig finnur þú tíma til þess að ná að gera allt sem þú ert að gera?
Ég veit það hreinlega ekki ég vill meina að tíminn finnur mig
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir skólann?
Já ég ættla taka mér eitt ár í pásu til þess að safna fyrir danmörku þar sem ég ættla að flytja þangað og fara í háskóla nám og verða þar að leiðandi sálfræðingur.
Hvar sérðu þig eftir 5 ár?
Ég sé mig vonandi langt komna og eða jafnvel búin með sálfræðings námið og get hugsanlega byrjað að starfa.
.jpg)



Comments