Ófyrirsjáanleikinn
- Sara Rós Lin Stefnisdóttir

- Apr 9, 2025
- 2 min read
Penni: Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Dreymir þig um að gera eitthvað? Eða kannski mannst eftir því að hafa verið með einhverja ákveðna framtíðarsýn eða einhvern atburð sem þig langaði til að upplifa? Jú, ætli við höfum ekki flest okkar kannist ekki við það. En upp að hvaða marki er hægt að láta mann dreyma?
Framtíðin getur verið svo ófyrirsjáanleg hvort sem það er verið að tala um mínútur, daga, mánuð, ár. Allt og ekkert getur haft allskonar áhrif á okkur sem einstaklinga og samfélag.
En geta draumar og framtíðarsýnir orðið slæmar fyrir þig? Kannski. Kannski ekki. Væntingar okkar við ákveðna hluti eru mismunandi og væntingar eru eitthvað sem fylgja alltaf þegar við lítum inn í framtíðina, hvort sem þær eru lágar eða háar. Ætli væntingarnar séu ekki þær sem gera þetta sem er sagt á góðri ensku make or break it. Við viljum reyna að sjá fyrir hvað er að fara gerast svo að við getum undirbúið okkur fyrir það sem er að fara gerast.

Það að vera með lágar væntingar leitt til þess að þér líði vel þegar þú afrekar eitthvað sem að þú hélst að þú myndir ekki ná, eitthvað sem þú sást ekki fyrir þér. En það að vera með háar væntingar getur leitt til niðurbrots hjá manni. Á ákveðin hátt getur það líka verið hjálplegt. Að fá ekki allt upp í hendurnar og sjá allt fyrir sér eins og maður vill að það sér. Að setja væntingar og reyna sjá fyrir hið ófyrirsjáanlega getur verið þreytandi. Eins og að fá aldrei neitt sem kemur á óvart, eins og að aldrei fá pakka sem þú veist ekki hvað er inn í. Það er vita ekki hvað er í jólapökkunum fylgja sérstakir töfrar og má líta á hið ófyrirsjáanlega svipað.
Einnig er margt sem gerist þótt að maður ætlist ekki til neins, eins og að missa ástvin skyndilega eða eignast nýja vini. Það er allt í lagi ef hlutirnir fóru kannski ekki eins og við mátti búast hvort sem þeir eru stórir eða smáir. Mikilvægt er að halda áfram og lifa lífinu því að við
Ófyrirsjáanleikinn er fallegur og erfiður og það er ekkert sem við getum í rauninni gert til þess að koma í veg fyrir að hann sé í lífinu manns. Það besta í stöðunni er að læra að hann mun alltaf vera þarna.
.jpg)



Comments