top of page

Fortíðarþrá skammdegisins

Mig langar að vera keyrð niður Skúlagötuna í grænum glansandi barnavagni. Með glæru opi upp í himininn, sem ég get horft upp um á meðan ég anda að mér unaðslegum plast-ilm,

Mig langar að hlusta á bleiku doppóttu kanínuna í sægrænu hillunni,

Það er svo miklu meira kósý en að hendast um á rafskútu klukkan átta að morgni til 

.

Mig langar að hlaupa upp stigaganginn sem lyktaði svo vel. Skoða tréð með mannlegu anatómíunni. Og háma í mig tómatsósu-pasta-skrúfur á sólríku svölunum,

Mig langar að hoppa í rauða sófanum með útsýnið yfir hafið. Týna krækiber og vaða í Þingvallavatni,

Það er svo miklu huggulegra en að borga himinhá skólagjöld með engan hádegismat

Innifalinn.


ree

Mig langar að týnast í öskjuhlíðinni. Í grænni lautu að geyma hring. Gefa friðarsúlunni knús og heyra tröllasögu,

Mig langar að fara á hestbak í Viðey, fá mér rúgbrauðsís og óska mér svo,

Það er svo miklu skemmtilegra en að keyra um skeifur og nes, með ekkert gott að segja.


Mig langar að fara út að hjóla með yfirvaraskegg. Á hjálpardekkjum, með hjálm og gefa Vesturbæjarkisa túnfisk,

Mig langar að labba upp píanó-tröppur og fá mér eplabita og appelsínuhýði,

Það er svo miklu frumlegra en gamla góða skammdegis-skrollið.

Mig langar að keyra bróðir minn niður rampinn á Eiðistorgi í innkaupakerru. Fara svo í djassballett í gömlu blokkinni,

Mig langar á Vesturvallagötuna að leika með postulín-dúkkur og fara í Vítos-stríð,

Það er svo miklu grallaralegra en að ljúga að vinur manns elskar Ariana Grande.


Mig langar að stela lyklum úr völundarhúsinu við höfnina. Raða pleymó köllum og halda Stelpu-gisti-partý,

Mig langar að lesa Júlíu-blað á meðan þú greiðir hárið mitt með

karamellu-flækjuspreyji,

Það er svo miklu skvísulegra en góð vara-samsetning og aflitaðar augabrýr.


Mig langar að safna derhúfum, kasta flöskum og nota töffaraleg slangur,

Mig langar að búa til rapplög og ábreiður á hljómborð. Vera með handaband og mæta í fötum í stíl við þín í skólann,

Það er svo miklu töffaralegra en það að vera með sterkt tengslanet.


Comments


bottom of page