Ný byrjun - Nýtt upphaf
- Unnur Lilja Andrésdóttir

- Sep 30
- 4 min read
Hver tengir ekki við það að endurræsa sig þegar haustið er runnið upp. Laufin eru í fallegum haustlitum, dagarnir orðnir lengri og treflar verða staðalbúnaður nemenda um allt land. Kuldinn er farinn að láta vita af sér og haust veðrið er komið. Rigningin sem verður brátt skipt út fyrir frosti á morgnanna og skafan verður aðal óvinur okkar á morgnanna. Hversu leiðinlegt er það að þurfa að skafa þegar þú ert að flýta þér í skólann eftir að „snooza“ aðeins of oft um morguninn. Þegar kalt gólfið og tilhugsunin að þurfa að fara úr hlýju rúminu er hræðileg og maður vill ekki vera standa í því að koma sér í gang. Þessi tími þegar við þurfum að búa til nýja rútínu eftir að njóta um sumarið. Þurfa að vakna snemma og mæta eitthvert, gera sér plön, allir vilja hittast, tískan að breytast og fataskápurinn að finna fyrir því. Stressið að finna réttu stofuna, hvaða áfanga á að taka, nýjar stílabækur og öll kaósin. Hversu tilvalið til að búa til nýtt upphaf?

Rútína getur verið okkar besti vinur. Núna er tími til að fá ferskt upphaf. Kannski ertu að breyta um skóla, prófa eitthvað nýtt eða halda áfram í því sem þú varst að gera áður en sumarið kom. Nemendur sem eru að byrja í nýjum skóla og einnig sínum skóla sem hafa verið í áður þurfa að venjast nýju skipulagi, nýjum vinum, kennurum og stundum nýjum strætóleiðum. Þetta er krefjandi tími sem getur verið óyfirstíganlegur. Þess krefst skipulags, reglu og jafnvægi milli skóla og félagslífs. Því ef það er eitthvað sem einkennir skóla menninguna er félagslífið. Hittingar, böll og skemmtanir sem allir geta tekið þátt í, ef þeir kjósa. Það sem er inni í jafnvægis þættinum, er að finna frítíma með náminu. Þar sem þetta getur verið algjört vesen, mikið að gera að reyna koma sér inn allstaðar, skoða sig um og þekkja þessar félagslegar áskoranir. Stress, álag, þreyta og pressa um að standa sig er oft partur af prógramminu. Þessu fylgir að vilja standa sig og gera sitt besta, en þá þarf líka að muna að þegar þú ert að gera þitt besta, er það allt sem þú getur gert. Þitt besta er mismunandi eftir dögum, stundum er þetta besta 20% af því þegar þú ert 100%. Mikilvægt er að sýna sér mildi og leyfa sér að eiga þá daga líka. Ef allir dagar væru góðar, væri til neinn góður dagur. Þannig þú sem finnur fyrir að vera týnd/t/ur þá verður þetta allt í lagi. Þetta kemur og svo þegar tímanum líður lærir þú á allt saman og sest það í skorður. Þetta er tími tækifæra og njóttu þess.
Við höfum öll heyrt: Nýtt ár = ný tækifæri, þegar áramótin hafa runnið í garð. Þetta á við einnig um nýtt skóla ár = ný tækifæri. Þetta er tækifæri að breyta til, skoða sig um, bæta sig og mynda tengsl. Þessi lærdómur, hvort sem það er félagslegur eða bóklegur, er þetta allt hluti af því að gera okkur undirbúin fyrir framtíðina. Við skulum vera forvitin og prófa eitthvað sem er ekki innan okkar þægindaramma. Þá er ég ekki að meina að hoppa í fallhlíf eða byrja í sjósundi (*ekkert á móti því), heldur gera eitthvað sem þig kannski hefur alltaf langað að gera. Það getur verið margt t.d. fara í öðruvísi valáfanga, prófa nám erlendis, tala við aðra hópa af fólki, finna æfingar sem eru skemmtilegar o.s.frv. Allt er þetta eitthvað sem er tækifæri á að kynnast þér betur og hafa gaman. Þú tekur ábyrgð á þínum eigin tíma, þetta er eitthvað sem enginn annar gerir fyrir þig. Stundum meira að segja mætti halda að þetta væri próf í því að verða fullorðin undir leiðbeinanda. Kennarar, fjölskylda og vinir sem leiðbeinendur en þú með meira sjálfstæði að prófa þig áfram.
Eins og við töluðum um í upphafi „ný byrjun – nýtt upphaf“. Þetta er tíminn sem við getum notað. Þetta er ekki fast við haustið þegar öll kaótíkin er í gangi, heldur er þetta ársverkefni okkar allra. Misauðvelt eftir hverjum og einum, en það gera þetta allir á sinn hátt og ekki eftir einhverjum í kringum þig. Þínir skór, þín fótspor. Ekki láta vonina um árangur, stressið við að falla, þreytan eftir svefnlausa nótt sem þú notaðir í lærdóm eða prófið sem gekk ekki upp vera það sem einkennir skólann og það að vera nemandi. Heldur gefðu þér tíma að móta hvað það sé að vera nemandi fyrir þér. Ekki þetta klassíska, sem var nefnd nú fyrir framan. Þetta er þitt líf en ekki bara verkefnin og stundataflan, heldur þínar ákvarðanir og þitt skref til framtíðarinnar.
Þannig að, ný byrjun er góð fyrir okkur öll stundum. Geta aðeins núllstillt okkur og byggja okkur upp. Mótum okkur sjálf í takt við tímann og samfélagið, hvort sem það er í takt við næsta klukkutíma og eða næstu 10 árin. Allir eru að gera sitt, sem þýðir að þú mátt gera það líka. Þetta er þitt líf, sem er til þess að njóta, finna sig og læra á heiminn sem er að hringsólast í kringum sólina.
.jpg)



Comments