Töfraskallinn
- Saga Eldarsdóttir

- Sep 30
- 4 min read
Við mannverur eigum margt sameiginlegt. Við erum tilfinningaverur með úrgangslosunar- og innkirtlakerfi. Með hjarta sem slær og maga sem gaular. Með blóð í æðum og merg í beinum. Það er samt margt sem aðskilur okkur. Sumir eru illkvittnir en aðrir góðhjartaðir. Sumir fíla pasta en aðrir rafrettur. Sumir hugsa mikið - aðrir hugsa ekkert. En það er eitt fyrirbæri sem gjörsamlega splundrar mannkyninu. Fyrirbæri sem hefur eyðilagt vinasambönd, ríkisstórnir og heilu samfélögin. Þetta fyrirbæri er ein helsta orsök stéttaskiptingar, neteineltis og hlýnun jarðar...Lof mér að kynna: töffaraskalann.

Skalinn sem segir þér allt sem þú þarft að vita.
Skalinn sem segir þér hversu töff þú ert í raun. Því hærra sem þú ert á skalanum því meira
töff ertu. Fyrsta skref í átt að farsælu lífi er að vera á ágætis stað á töffaraskalanum. Margir hugsa með sér: ,,Hvaða ógeðis elítu bull er þetta eiginlega”, en þetta er svo langt frá því að vera það. Fylgjendur á samfélagsmiðlum, magn vina og hvar þú situr í mat hefur ekkert að gera með töffaraskalann. Það er svo margt sem hefur áhrif á töffleika sem fólk pælir ekki í. Ef þú kýst að eftirsóknarverðu lífi, er best að byrja á því að finna út hvar þú stendur á töffaraskalanum. Og þú gerir það með því að sjá hvað þú tikkar í mörg box hér að neðan:
Ég á hamstur
Ég kann að sauma
Ég kann að bítboxa
Ég get gert armbeyju
Ég er með andlits-lokk
Ég kann á Dj sett
Ég skrifa í dagbók
Ég er með litað hár
Ég kann á hljóðfæri
Ég er gott/góð/ur við alla
Ef þú tikkar í 0-3 box ert þú að meðaltali um 15% töff. Ef þú tikkar í 3-5 box= 45% töff. Ef
þú tikkar í 5-7 box = 67% töff. Ef þú tikkar í 7-10 box = 85% töff.
Ef þú vilt ná hærra upp á töffaraskalanum ættir þú að kíkja á ráðleggingarnar hér að neðan.
Alveg sama hvort þú tikkar í 2 eða 10 box. Það er alltaf hægt að bæta sig.
Ráð 1: Sjálfið
Leggðu vinnu í það að kynnast þér sjálfu. Skrifaðu í dagbók. Stundaðu hugleiðslu. Eyddu
tíma með sjálfum þér. Það er gasalega töff þegar fólk þorir að gera hluti eytt með sjálfu sér.
Til dæmis að fara eitt í göngutúr, eitt að versla eða eitt í leikhús eða bíó
Ráð 2: Almenn kurteisi
Þetta hljómar mjög ostakennt en það er fokking töff að vera kurteis. Ef þér langar að verða meira kurteis gætir þú til dæmis reynt að hrósa meira, brosa til þeirra sem verða á vegi þínum og vanið þig á að segja ,,takk fyrir daginn” við fólkið í kringum þig.
Ráð 3: Áhugamál
Það er ekkert meira töff en að vera með áhugamál - sérstaklega ef það er fleira en eitt og mjög afmarkað. Til eru allskyns leiðir til að öðlast fleiri áhugamál. Þú getur gert það á sjálfstæða mátann. Dæmi um góð sjálfstæð áhugamál eru til dæmis teikning, skrif, hlaup (ekki nammið:/) og ljósmyndun. Einnig getur þú gert það á ósjálfstæða mátann og orðið hluti að hóp sem þú iðkar áhugamálið með. Þú getur skráð þig í einhverja íþrótt eða í tónlistarskóla - maður er aldrei of seinn að byrja. Einnig bjóða skólar oft upp á allskyns klúbbastarf. Einnig er hægt að læra allskyns hluti á alnetinu. Þú gætir til dæmis lært að spila á hljóðfæri, prjóna eða steppa.
Ráð 4: Búktal
Gaur lærðu það bara, það er fokking töff
Ráð 5: Orðaforði
Nú ranghvolfa sum í sér augunum - en það þarf ekkert endilega að vera með formlegan og góðan orðaforða - þótt það sé hrikalega töff. Það er ekkert eðlilega töff að vera með
skemmtilegan orðaforða. Það er erfitt að gera skilgreiningu á skemmtilegum orðaforða - því þeir eru svo mismunandi. En það er alltaf skemmtilegt að heyra óalgeng fyndin orð. Þú vinnur þér svo alltaf inn nokkur fyndnisstig með því að íslenska almennar enskuslettur. Til dæmis getur þú sagt; ,,ég er með margt upp í erminni”, ,,hló af mér rassgatið” og ,,þetta er ostakennt”. Svo er gríðarlega töff að búa til orð - og láta það smitast inn í mengin þín.
Ráð 7: Menning
Vertu menningarleg/ur/t. Mættu á viðburði sem standa til boðanna. Farðu á söfn. Farðu í
leikhús. Farðu í göngutúr að skoða arkitektúr og veggjakrot. Lestu fréttirnar.
Ráð 8: Persónu einkenni
Það er töff að vera með einhvern einkennandi hlut. Þetta getur verið hlutur sem þú ert með nú þegar - en þú hefur kannski ekki gert hann að þínum. Til dæmis gleraugu. Það eru til allskonar skemmtileg gleraugu. Þú þarft ekkert endilega að kaupa þér ný gleraugu - alls ekki.
Þú verður bara að labba með þau eins og ÞÚ átt þau - þetta eru þín fokking gleraugu.
Labbaðu með heyrnartækið þitt eins og ÞÚ átt það - þetta er þitt fokking heyrnartæki.
Labbaðu með astmapústið þitt eins og ÞÚ átt það - þetta er þitt fokking astmapúst. En svo
getur þú einnig fundið þér nýtt persónu einkenni. Þú getur byrjað að vera alltaf með spennur í hárinu, skemmtilegar lyklakippur eða Höllu T klúta. Einnig getur þú valið þér þína litapallettu. Svo er ekkert eðlilega töffaralegt að vera með einkennandi tattú.
Ráð 9: Mystería
Að vera Mysterísk/ur/t getur verið sjúklega töff - en það fer eftir manneskjunni. Ekki byrja allt í einu með einhverja mysteríska stæla ef þú ert það bara alls ekki. Lestu bækur í
almenning. Gerðu hluti sem þú segir engum frá. Segðu oftar hluti eins og; ,,þetta kemur í
ljós”, ,,þú veist ekkert hver ég er í raun” og ,,Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að
sjálfum sér er hvers manns bani”.
Ráð 10: Vandvirkni
Að vanda sig er töff. Veldu þér einhverja starfsemi sem þú vandar þig við. Til dæmis er
ótrúlega töff að vera með flotta skrift. Skrifa alltaf í tengiskrift eða í skemmtilegri leturgerð. Að vera með vandað skipulag er líka töff - til dæmis í skólatöskunni eða í tölvunni. Að vanda sig í uppsetningum á stærðfræðidæmum = töff. Að vanda fataval sitt á morgnana = töff. Að vanda vinaval = einnig töff.
.jpg)



Comments