top of page

Sex niplur - Sjö undur

Hvað þýðir það að vera ,,sex’sjö”?

Um allan heim eru Börn sem garga í sífellu “Six’seven”, bæði á netinu og í raunheimum. Til dæmis í matvörubúðum, á skólalóðum, í strætó og í sundlaugum. Tölurnar sex og sjö hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Þær hafa lengi vel verið vinsælt slangur í

körfuboltaheiminum yfir hávaxna körfubolta-spilara. En upp á síðkastið hefur slangrið verið tekið upp á ný, og fengið nýja merkingu á samfélagsmiðlum meðal Z og X kynslóðanna.


Þetta slangur varð gríðarlega vinsælt eftir að tónlistarmaðurinn Skrilla gaf út lagið ,,Doot

Doot” þann 1. Desember árið 2024. Mikil endurtekning er á orðunum ,,sex’sjö” - eða

“six’seven” á ensku, í texta lagsins. Talið er að Skrilla sé að vitna í götu 67 í stórborginni

Síkagó í Bandaríkjunum. Brátt varð til dans við þetta lag, saminn af ungum dreng sem varð

svo fljótt kallaður ,,sex’sjö drengurinn” eða “The 6’7 kid”.



ree

Talan sex er skemmtileg tala. Flestir kvenkyns kettir hafa sex nipplur. Teningur hefur sex

hliðar. Til er gerð af magavöðvum sem nefnist sex-pakk. Býfluga hefur sex vængi. Og svo er hægt að kaupa sex egg í eggjabakka. Talan sex er táknuð með VI í rómverska talnakerfinu. Talan sex myndast úr afurð fyrstu tveggja frumtalnanna og er einnig minnsta talan sem jafngildir summu eiginlegra deilenda sinna. Talan sex hefur ákveðna áru í kringum sig. Fólk sem gefur af sér sexu-víbrur er sagt vera með mikla samúð - þau eru með góða tilfinningagreind og leggja sig fram við að koma fólki í gott skap.


Talan sjö er einnig afar skemmtileg. Undur veraldar eru sjö talsins. Sjö sekúndna reglan er algjör klassík. Sjö sekúndur í himnaríki - snilldar leikur. Kóreysk popp lög hafa oftast sjö sekúndna dans-pásu. Og svo er gömul hjátrú sem segir að ef þú hnerrar sjö sinnum færðu góða sálarútrás. Talan sjö er táknuð með VII í rómverska talnakerfinu. Hún er stærsta frumtalan, sem tákna má með einum tölustaf í tugakerfi. Talan sjö er afar yfirnáttúruleg. Bæði er hún heilög tala í kristni og mjög áberandi í pílagrímsför múslima. Talan sjö ber einnig ákveðna áru. Fólk sem gefur af sér sjö-u-víbrur er sagt vera með gott innsæi og sköpunargáfu.


Ljóst er að það að vera ,,sex’sjö” þýðir hreinlega að vera hávaxin, skapandi og tilfinningagreind mannvera. Sem er trúuð, hlustar á kóreyskt popp, er með sex-pakk og

borðar egg. Ef þú hefur verið kallað/ur/kölluð ,,sex’sjö” og passar í þessa lýsingu ert þú

snillingur og færð líklegast boð í dómkirkjuna í Monreale á Sikiley árið 2032, frá Tígrislilju Himalæju Hermannsdóttur.


Comments


bottom of page