top of page

Nýsköpun í íslensku samfélagi

Penni: Unnur Lilja Andrésdóttir 


Við á Íslandi höfum verið framarlega í nýsköpun meðal annarra þjóða. Við erum lítil þjóð, en erum fljót að þróa allskyns tækni og nýsköpun. Vart er að nefna nýsköpunina sem á sér stað í loftslags lausnum og grænni tækni. 


ree

Nýsköpun í fiskeldi. Þau eru með hringrásar kerfi sem er til að nýta vatnið betur og nota þar að leiðandi ekki eins mikið vatn til að vinna þá vinnu sem þau eru að gera. Þetta er til að draga úr áhrif sem það hefur á náttúruna. 


Síðan eru nokkuð mikið af fyrirtækjum sem eru að passa upp á kolefnissporið. Eins og Carbfix sem er að koma fram á svið að þeirra tækni bindur niður koltvíoxíð í berg og það dregur út loftslagsáhrifum. Síðan er Climeworks & Orca sem er verkefni við Hellisheiðarvirkjun til að soga CO₂ úr andrúmsloftinu. 


Allt þetta er á vegum fyrirtækja hérna á Íslandi. Einnig er hægt að fara út í listina sem er að gera allskonar skemmtilegt í nýsköpun. Eins og það að nýta allskonar hluti í list, endurnýta og flokka til að vera með betra kolefnisspor. 


Það eru margar greinar listarinnar sem nota nýsköpun. Ein grein af þeirri list kallast tæknilist. Þetta er til að skapa nýja upplifun og reynslu í verkum, hljóðverkum og galleríum. Til dæmis er að nefna raflistaverk sem bregðast við hreyfingu áhorfenda eða tónlist sem hægt er að upplifa sjónrænt með gleraugum. 


Síðan er fatahönnun mjög framarlega í þessu. Þau eru oft að endurnýta gömul föt og búa til nýja hönnun. Klippa niður eins og gallabuxur, sauma síðan aðra flík út frá því. Þar er notað mjög margt annað, eins og allskonar hluti sem hægt er að nota í fötinn, eins og stálnet eða efni sem eru ekki sett vanalega í flíkur en hægt er að nota. Margir hönnuðir sem eru að búa til föt í dag og hanna ný föt, nota eitthvað nýtt og framandi. Þau hugsa út fyrir boxið og er gaman að horfa á hvernig þau gera fötin sín. 



Comments


bottom of page