top of page

Töffara-handbókin

Penni: Saga Evudóttir Eldarsdóttir


Í gegnum mannkynssöguna hafa það verið töffararnir sem hafa knúið samfélagið áfram.

Þessir einstaklingar, sem þora að hugsa öðruvísi og taka afstöðu þegar aðrir hika. Töffarar eru þeir sem sjá veikleika í kerfinu og þora að benda á þá. Þeir ögra ríkjandi viðhorfum og teygja mörk þess sem samfélagið telur mögulegt. Þegar flestir fylgja straumnum, eru töffarar þeir sem synda á móti og opna nýjar leiðir.


ree

Töffarar brjóta múra, ögra hefðum og opna dyr fyrir nýjar hugmyndir - nokkuð sem samfélag

okkar þarfnast til að þróast og dafna.


Það er aldrei nóg af töffurum í þessum heimi, og alltaf pláss fyrir fleiri. Og þess vegna hef ég

sett saman lista af hlutum sem þú getur gert til þess að verða meiri töffari.


Vertu dularfull/ur/t

● Vertu með dularfulla baksögu - þegar fólk spyr þig um bakgrunn þinn, svaraðu:

,,veistu...þú vilt ekki vita það”, eða ,,ég hef séð hluti sem enginn annar hefur séð”

● Í staðin fyrir ,,bless” skaltu hvísla ,,þú munt aldrei gleyma mér”

● Ef einhver kallar á þig að aftan frá, ekki snúa þér við - segðu frekar ,,ég vissi að þú

kæmir aftur” með glott á svip.


Beittu góðri líkamstjáningu

● Þróaðu þína eigin pósu, og notaðu hana allavega þrisvar á dag

● Labbaðu alltaf eins og þú eigir svæðið

● Fiktaðu í hárinu þínu eins og enginn sé morgundagurinn

● Fyrir fólk sem skortir hár: brosið breitt, það klikkar seint

● Vertu alltaf með spilastokk á þér, og taktu hann stundum upp og stokkaðu dramatískt

með glott á andlitinu


Beittu málinu vel

● Notaðu skammstafanir sem enginn skilur

● Aldrei leiðrétta fólk ef það misminnir eitthvað um þig - ef einhver spyr þig til dæmis

hvort þú kannt á hjólabrettti, svaraðu bara ,,göturnar vita”.

● Kallaðu kaffið þitt ,,tvöfalt víkinga-töfra-skot”

● Svaraðu fólki með þekktum bíómynda-setningum


Vertu kurteis við náungann

● Fylgdu hjartanu

● Berðu virðingu

● Sýndu skilning

● Verðu þá sem minna mega sín


Comments


bottom of page