Sumarplön
- Sara Rós Lin Stefnisdóttir

- Apr 9
- 2 min read
Penni: Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Það er farið að glitta í sólina oftar en hefur gerst á seinustu vetrarmánuðum enda er Sumardagurinnfyrsti alveg að bresta á. Tíminn sem Íslendingar hakka til árlega alveg einstaklega mikið til að minnka skammdegisþunglyndið. Tími til þess að lifa og njóta eða ná loksins að vinna til að geta rakkað upp smá upphæðum. Það er engin ein rétt leið til þess að upplifa íslenskt sumar en hérna eru nokkur atriði sem gæti verið gott að hafa í huga fyrir sumarið 2025.

Hvort sem þú ert í fullu starfi í sumar eða ekki þá ætti það ekki að koma í veg fyrir að geta slett dálítið úr klaufunum. Sumarið á Íslandi er ekkert voðalega langt allavega þegar við tökum tillit til veðurs þannig að af hverju ekki og nýta þessa örfáu daga sem við fáum. Það þarf ekki að vera mikið sem hægt er að gera til þess að manni líður eins og sumarið hafi ekki farið í ruslið. Kannski nýta góða daga í eitthvað sem er annars ekki hægt eða erfitt að framkvæma yfir veturinn eins og lautarferð, prófa fleiri fatastíla, farið í sund og kannski fengið smá tan. Oft eru það litlu hlutirnir sem gera eitt stórt. Einnig eru allskonar hátíðir og viðburðir sem eru aðeins í gangi á sumrin og þá sérstaklega skemmtilegt að upplifa útihátíðir. Við erum að tala um 17. júni, Sjómannadagurinn, Bíladagar, Götubitahátíð, Þjóðhátið og svo margt fleira. Hægt er að skoða allskonar viðburði og skemmtilegheit á vefsíðu Hátíðir um allt land. Það er nefnilega mjög mikil stemning í því að skoða viðburði sem eiga sér ekki stað á höfuðborgarsvæðinu. Fara aðeins út fyrir þessa litlu sætu borg og bæi og kíkja aðeins á fallega Ísland.
Sumrinu má þó eyða einhvers staðar annars staðar heldur en á Íslandi. Tilvalið að skella sér til útlanda og nýta þá sumarfrísdaga í stórborg, nær miðbaunum eða kannski þar sem allt er grænt. Ein helgarferð getur skipt sköpun um að fá að komast aðeins burt frá sínu hefðbundna umhverfi þó sumir kjósi að taka sér langt og gott frí helst sem lengst í burtu frá heiman.
En hvað sem maður kýs að gera þá er ekki spurning um að hafa smá gaman á eitt af bestu tímum ársins. Hitta vini og fjölskyldu, eiga tíma út af fyrir sig, þéna pening og hafa gaman.
.jpg)



Comments