POPP UP
- Sara Rós Lin Stefnisdóttir

- Apr 9
- 3 min read
Viðtal við Ásgeir Inga Valtýsson, framkvæmdastjóra Popp Up.
Penni: Sara Rós Lin Stefnisdóttir
Fyrirtækið Popp Up var stofnað í ágúst árið 2023 af þeim Ásgeir Inga Valtýssyni og Arnar Gauta Arnarssyni (Lil Curly). Popp Up sérhæfir sig í myndbandsgerð og hjálpa fyrirtækjum að auka sýnileika sinn á markaðnum. Þeir hjá Popp up finna nýjar og skemmtilegar leiðir til að gera grípandi efni og ná til fólks. Hægt er að skoða Popp up betur á poppupp.is og á helstu samfélagsmiðlum s.s Tik Tok, Facebook og Instagram undir poppup.is.

Af hverju ný auglýsingastofa?
Þetta er nýjung á markaðinum með að bjóða upp á ákveðna gerð af efnismarkaðssetningu í stað hefðbundna auglýsinga. Fyrstir á markaðnum með þetta þar sem samfélagsmiðlar og efnið á þeim eru í mikilli eftirspurn.
Ykkar sérstaða á markaðinum?
Erum að gera allskonar sem tengist að skapa efni (e. content) en við erum helst að einbeita okkur að stuttum myndböndum sem henta fyrir þessa helstu miðla í dag eins og Tik Tok, Instagram o.fl.
Hvernig varð Popp Up til?
Arnar og Ásgeir hófu ferlið á því að stofna Popp up eftir að hafa unnið saman á Tik Tok aðgangi Krónunnar en sáu gat á markaðnum fyrir öðruvísi auglýsingarstofu. Svo bættust fleiri og fleiri við bæði starfskraftur og viðskiptavinir og þannig náði fyrirtækið að stækka.
Uppruni nafnsins og útlit fyrirtækisins?
Allskonar pælingar með nafnið. Fórum í áttina að Tik tok ehf til dæmis en hugmyndin að poppa upp á miðlana var sterk enda er það það sem við viljum gera. Svo fannst okkur mikilvægt að hafa þetta litríkt, einfalt og fjörugt. Blár: traust, Rauður: fjörugt.
Ferlið frá byrjun og núna
Byrjuðum 2 urðum síðan 4 og svo yfir í 8. Með vinnunni sem að sett var í efni af markaðsdeild Krónunnar þá sást að þetta virkaði. Stórt stökk að fara frá draumavinunni og stofna sitt eigið fyrirtæki. Mikil áhætta fylgdi þessu að sjálfsögðu eins og gengur og gerist þegar verið er að stökkva út í eitthvað nýtt. Margir aðilar sem komu að þessu í gegnum ferlið, það þurfti vefsíðu, bókara, lögfræðinga o.fl. En bara að taka þetta í áföngum, eitt skref í einu. Hugsa líka og reikna með bestu tilfellunum og þeim verstu. Heppin með fólk sem sem stóð á bakvið allt þetta annars hefði þetta ekki geta verið hægt.
Framtíðarstefna ykkar
Vera meðvitaður og í hvaða átt markaðurinn er að þróast. Bæta við þjónustu og sinna viðskiptavinunum okkar enn betur. Geta boðið upp á allan skala af verkefnum og ná þannig að stækka og þróast, bæði fyrir okkur sem Popp Up og þá í leiðinni fyrir öll þau fyrirtæki sem stunda viðskipti við okkur.
Fyrirtæki sem nýta ykkar þjónustu?
25-30 fyrirtæki í mánaðarlegu samstarfi. JYSK, Krónan, Vörður, Nói Síríus, Eimskip o.fl. Aðlögum okkur að hverju og einu fyrirtæki til þess að geta fylgt þeirra stefnum enda er það grundvallaratriði því að ef efnið fylgir ekki anda fyrirtækisins þá virkar það ekki. Í byrjun voru þetta líka fyrirtæki sem fylgdu Arnari s.s. Krónan, Lemon, Nói Síríus sem ákváðu að treysta Popp Up og byrja nýta þjónustuna okkar.
Skemmtilegast og leiðinlegast við starfið
Skemmtilegast að sjá árángurinn. Gera eitthvað nýtt, sjá fólk bætast inn í teymið, vinna með fyrirtækjunum og bæta sig. Ekkert leiðinlegt í rauninni nema kannski þegar maður kemst ekki á skrifstofuna í stemninguna.
Mest krefjandi
Að byggja upp teymi sem stefnir í sömu átt. Viljum hafa sjálfbæran vöxt og að allir séu að synda í sömu átt. Hæðirnar og lægðirnar sem fylgja þjónustunni, stundum gengur einu myndbandi betur en öðru en það er þá líka algóritminn að spilla inn í. Ekki þó búið að vera krefjandi að reyna sanna sig eitthvað fyrir fyrirtækjum sem eru að íhuga okkar þjónustu en flestir sjá okkar virði
Árangur og tímamót
Árangur frá byrjun. Það voru stór tímamót frá því Popp Up var stofnað og að þurfa síðan að ráða inn fyrstu 2 starfsmennina. Mikilvægt er að halda í rétta fólkið og sjá árangurinn sem þau setja í fyrirtækið og hvernig það nær þá að þróast.
Skemmtileg staðreynd um Popp Up?
Öll myndbönd sem Popp Up hefur framleitt eru 2000 talsins og sirka tæplega 20 milljón áhorf samtals.
Annað?
Eitt af því sem hvatti mig til þess að gera þetta er að það er aldrei réttur tími til að gera eitthvað. Mikilvægt að finna ekki fyrir vinnunni og gera eitthvað sem manni finnst raunverulega skemmtilegt og þar sem áhuginn liggur. ,,Gerðu það sem þér fannst skemmtilegast að gera sem krakki.” En það sem manni fannst skemmtilegast að gera sem krakki er yfirleitt það sem maður raunverulega sækist í og áhuginn á til í að liggja.
.jpg)



Comments