top of page

Bókasöfn eða kaffihús?

Saga þess að læra á bókasöfnum og kaffihúsum getur reynst áhugaverð. Í dag eru þetta tveir aðal staðirnir sem fólk hugsar til þegar það þarf að læra í frítímanum sínum eða vilja ekki vera heima eða í kenslustofum. Bókasöfn og kaffihús bjóða upp á þægilegt andrúmsloft og aðgengi til þess að setjast niður og einbeita sér að lærdómnum. Það er þó munur á hvað hentar hverju sinni, að vera á bókasafni eða kaffihúsi. Það fer eftir bæði hvað henntar hverjum og einum einstaklingi fyrir sig og hvaða aðstæðum sá einstaklingur er í. Finnst honum betra að læra í algjörri þögn? Finnst honum betra að geta talað saman við vini á meðan verið er að læra? Hvað er einstaklingurinn að læra? Og svo framvegis. En hægt er að rýna aðeins í hvora staðina fyrir sig og ná þannig smá yfirliti á mismuninum.


ree

Bókasöfn hafa verið heimili fræðslu og þekkinga og þegar opinber bókasöfn fóru að stíga inn í ljósið fór almenningur að nýta sér aðstöðuna þar. Bókasöfn hafa í langan tíma verið aðgengilegur vettvangur fyrir fólk sem vill setjast niður og fræðast án þess að það kosti neitt mikið. Inn á bókasöfnum er góður friður til þess að einbeita sér en almenn regla á bókasöfnum er hljóðlæti. Bókasöfn bjóða gjarnan upp á tölvur, internet og allskonar efni frá skáldsögum yfir í fræðibækur. Þetta getur þó verið pínu stíft umhverfi vegna þess að fólk sem kemur á bókasöfn hefur svipuð markmið, að ná að einbeita sér í rólegheitum. 


Kaffihús hafa verið vinsæll staður fyrir fólk að setjast niður saman og tala. Ef litið er til baka þá hafa kaffihús verið vinsælt meðal heimspekinga, bókmennta, lista, ritun o.fl. Kaffihús hafa ímynd um skapandi og afslappað rými fyrir almenning til þess að koma á og fá sér í leiðinni kaffibolla og/eða snarl. Þar sem kaffihús eru með afslappaðra andrúmsloft heldur en bókasöfn þá gerir það líka að verkum að það eru meiri læti, hvort sem það er fólk að tala saman eða tónlist að spilast. Engu að síður þá þarf það ekki endilega að vera slæmur hlutur þar sem mörgum finnst þæginlegt að læra ekki í algjörri þögn. 


Bókasöfn og kaffihús eru því bæði veglegir kostir til að velja úr ef maður þarf að læra. Það að fá að breyta um umhverfi sem er ekki vinna eða skóli en hægt að einbeita sér á og vera í félagslegum aðstæðum.


Comments


bottom of page