Hversu mikil skvísa ert þú?
- Saga

- Apr 9, 2025
- 2 min read
Penni: Saga Evudóttir Eldarsdóttir
Hver er þín morgunrútína?
a) Bursta tennur, fer í hot jóga, fer í sturtu, geri skin care, geri hárrútínu,
mála mig, vel föt, geri neglurnar mínar
b) Bursta tennur, mála mig og vel föt
c) Bursta tennur, fer í sturtu og vel föt
d) Set á mig svartan augnskugga
e) Vakna bara?
Hvað ertu alltaf með í veskinu þínu?
a) Gloss
b) Hárbursta
c) Varasalva
d) Hníf
e) Geng ekki um með veski

Hvað er þitt áhugamál?
a) Neglur
b) Tíska
c) Íþróttir
d) Kveikja í hlutum
e) Vera úti í náttúrunni
Hvar má finna þig á laugardegi?
a) Spa-kvöld með vinum
b) Í partýi
c) Heima í kósý
d) Ruslahaugar
e) Í fjörunni
Ert þú hrifið af einhverjum?
a) Já er á föstu
b) Ummm þúst já
c) Nei
d) Nei, öll í kringum mig eru ljót
e) Ég hrífst af allskyns andlegum verum
Flest a) 100% skvísa
Hey biatch þú ert skvísan. Þú ert manneskjan sem labbar út ganginn og skilur
fólk eftir orðlaust. Þú ert manneskjan sem allir vilja, þekkja eða byrja með. Þú
ert manneskjan sem lætur mann segja vooohóó.
Flest b) 80% skvísa
Þú ert algjör skvísa. Það skiptir þig máli að líta vel út, og því tekur þú þinn tíma
í að gera þig til. Þú ert manneskjan sem fólk tekur til fyrirmyndar. Þú ert
manneskjan með regnhlíf í rigningunni, þú ert manneskjan með snyrtitöskuna í
skólanum, þú ert manneskja með metnað.
Flest c) 50% skvísa
Sko þú ert engin svakaleg skvísa, en það er heldur ekkert markmiðið þitt. Þitt
markmið er bara að vera snyrtilegt, sem er bara gott markmið. Þú vilt ekki að öll
athygli beinist að þér en þú vilt samt ekki vera ósýnilegt.
Flest d) 30% skvísa
Þú ert ekki skvísa sorry, þú ert samt ekkert ógeð, eeen bara ekki skvísa. Fólk
tekur samt alveg eftir þér, þú ert kannski ekki að láta fólk segja vooohóó, en þú
lætur það hugsa.
Flest e) 0% skvísa
Þú ert ekki skvísa. Þú hefur örugglega marga góða eiginleika, en það að vera
skvísa er bara því miður ekki einn þeirra. En þú getur alveg verið frábær
einstaklingur þrátt fyrir þennan galla.
.jpg)



Comments