Haustfílingurinn
- Sara Rós Lin Stefnisdóttir

- Sep 30
- 1 min read
Við hverju má búast við haustið 2025? Núna þegar farið er að kvessa, hitastigið lækkar og rigningin er meiri þá getum við gert ráð fyrir að haustið sé komið. Skólarnir byrjaðir og skammdegið nálgast. En árstíðabreytingar hafa allskonar tískubylgjur með sér í för. Við förum frá sumarlitunum í haustlitina, byrjum að klæða okkur á annan hátt til að vea í takt við hitastigsbreytingarnar og ilmirnir í loftinu farnir að taka breytingum.

Haustlitirnir eru nú sjáanlegir víða. Laufblöðin eru byrjuð að detta af trjánum og fölna. Frá grænum gróðri yfir í naktar greinar og gul, rauð og brún laufblöð. Ekki sést mikið til sólar núna útaf skýum og gráu veðri. Haustlitirnir endurspeglast einnig í klæðaburði fólks en það er farið að skipta úr litríku sumarförunum yfir í gráan, brúnan, svartan og kremaðan.
Þykkir jakkar og peysur eru sífellt sjáanlegri núna og héðan í frá verða förin bara hlýrri og hlýrri. Núna hafa umskiptin frá sumarförunum farið yfir í þykkar peysur, gallabuxur, dragtarbuxur, frakkar og stígvél. Haustlyktirnar taka líka við. Fólk á það til einnig að breyta um stíl núna þegar ný árstíð tekur við. Klippa og lita á sér hárið, skipta um naglastíl eða farða sig á annan hátt núna þegar enginn er að reyna ná neinum sólargeislum á andlitið.
Já haustið hefur margt með sér í för. Allskonar breytingar í rútínu, veðri og fatnaði. Svo hvernig við aðlögum okkur að þessum breytingum.
.jpg)



Comments