top of page

Gæti The Nun 2 verið jólamynd?

  • Writer: Saga
    Saga
  • Apr 9, 2025
  • 2 min read

Penni: Saga Evudóttir Eldarsdóttir


Kvikmyndin The Nun 2 kom út þann 8. september árið 2023. Í myndini eru fimm aðalpersónur: nunnur að nafni systir Irene og systir Debra, ungur maður að nafni Maurice, kennari að nafni Anna Popplewell og andsetni púkinn Valak.


Myndin er framhald af myndinni The Nun, sem fjallaði um rannsókn faðir Burke og systir

Irene í klaustri í Rúmeníu þar sem yfirnáttúrulegar skelfingar afhjúpuðu myrka sögu

klaustursins. Faðir Burke lést við þá rannsókn og því er systir Irene látin fara ein í

rannsóknarleiðangur þegar svipaðir hlutir gerast í Frakklandi árið 1956í The Nun 2.



ree

Myndin byrjar á mjög ógnvekjandi atriði sem skilur áhorfandann eftir skelkaðan en forvitinn.

Atriðið gerist í klaustri og sýnir prest myrtan af yfirnáttúrulegum öflum. Í kjölfarið er systir

Irene látin fara í rannsóknarleiðangur til að koma í veg fyrir að þessi atburður endurtaki sig.


Systir Irene, ásamt samstarfskonu sinni að nafni systir Debra sem ákvað að fylgja henni halda

þá á stað í klaustrið þar sem morðið átti sér stað. Systir Irene fær þá svokallaða vitrun sem sýnir henni staðsetningu næsta fórnarlambs.


Mér fannst myndin alveg ómótstæðileg, leikkonan og stórstjarnan Taissa Farmiga fór svo ótrúlega vel með hlutverk sitt sem systir Irene, tæknileg atriði mættu öllum mínum skilyrðum og svo fannst mér myndin notaleg og jólaleg.


Það eru ekki allir sammála mér með það að The Nun 2 sé jólaleg sem mér finnst erfitt að

skilja því hún er svo jólaleg, hún gæti léttilega fallið í flokk íslenskra jólamynda.

Söguþráður myndarinnar vitnar mikið í kristintrú, meirihluti myndarinnar gerist í kirkju og söguþráðurinn snýst aðallega um nunnur og presta. Jólin eru kristileg hátíð, fæðingu Jesú Krists er fagnað, fólk fer í kirkju og hittir nunnur, er það tilviljun að þetta tengist The Nun 2?

Það er einnig sena í myndini þar sem döfullinn sjálfur birtist í formi geitar. Það fyrsta sem ég hugsaði um í því augnabliki var austurríska jólagoðsögnin Krampus, sem er svolítið eins og Grýla nema hræðilegri, ennþá á lífi og lítur út eins og geit! Hann hræðir börn og gefur þeim óþekku viðarspýtu í skóinn, tilviljun að notuð var viðarspýta í einu atriði í myndinni til að koma í veg fyrir að geitin kæmist inn? Verstu börnin étur hann svo, drekkir eða fer með beint til Helvítis. Næsta hugsun mín var svo auðvitað gamla góða IKEA geitin, sem er mögulega það jólalegasta sem til er.


Til eru mörg fleiri merki um það að The Nun 2 gæti verið talin jólamynd, en þetta eru mínir helstu punktar sem ég vildi koma á framfæri. The Nun 2 er ein besta mynd sem ég hef séð á minni lífstíð. Þessi mynd hefur breytt hugarfari og hugsunarhætti mínum og hreinlega látið mig hugsa líf mitt upp á nýtt.



Comments


bottom of page