top of page

Bestu og verstu hlutirnir við menntaskóla

Penni: Unnur Lilja Andrésdóttir


Að vera í menntaskóla er eins og að vera á milli tveggja heima – maður er hvorki barn né fullorðinn, en samt gert ráð fyrir að maður taki ábyrgð, skili verkefnum, velji framtíð og muni hvað pí er, allt á sama tíma. Þetta tímabil getur verið ótrúlega lærdómsríkt, skemmtilegt og mótandi – en líka krefjandi, yfirþyrmandi og stundum bara allt of mikið. 


Bestu hlutirnir 


Frelsið 

Að vera í menntaskóla er eins og að vera á milli tveggja heima – maður er hvorki barn né fullorðinn, en samt gert ráð fyrir að maður taki ábyrgð, skili verkefnum, velji framtíð og muni hvað pí er, allt á sama tíma. Þetta tímabil getur verið ótrúlega lærdómsríkt, skemmtilegt og mótandi – en líka krefjandi, yfirþyrmandi og stundum bara pínu mikið.


Vinskapur og félagslíf 

Menntaskóli er oft staðurinn þar sem fólk eignast vini til lífstíðar. Maður kynnist fólki úr öðrum hverfum, með ólíkan bakgrunn og áhugamál – og það getur opnað huga manns.


Viðburðir og stemmari

Árshátíðir, árshátíðarundirbúningur, keppnir, skreytingar og dagarnir sem kennararnir „missa vitið“ – þetta eru minningar sem lifa lengi. Það er líka eitthvað töfrandi við það að tilheyra samfélagi sem er alltaf að gera eitthvað. Sem og það þegar tímarnir falla niður og þú færð að sofa út þegar þú hélst að þú þurftir að mæta snemma. 


Að kynnast sér sjálfum 

Í gegnum áfangana, verkefnin og samtölin, fer maður að fatta hvað maður hefur áhuga á, hvað maður stendur fyrir og hvar maður vill stefna. Þetta er tíminn þar sem maður byrjar að byggja sjálfsmynd sína.


ree


Verstu hlutirnir -


Próf og verkefnin 


Stundum líður manni eins og verkefnin hlaðist upp eins og snjóflóð – og það er engin snjóflóðavörn. Þegar þrír kennarar ákveða að hafa skiladag sama daginn, eða prófatörn stendur yfir, getur stressið orðið yfirþyrmandi.


Þreyta og tímaskortur 


Maður á að læra, mæta í tíma, halda félagslífi gangandi, stunda áhugamál, vinna með skóla og vera úthvíldur. Þú getur valið tvö – restin bíður. Stundum bara alltof mikið í gangi. 


Samanburður og pressa 


Sumir virðast hafa allt á hreinu – frábærar einkunnir, félagslíf, frábæran stíl og sjá til framtíðar með glósubók. Það getur valdið óraunhæfum samanburði og stressi, sérstaklega þegar maður er sjálfur bara að reyna að muna hvar maður lagði pennann.


Hvað með framtíðina og valið gagnvart henni?


Á einhverjum tímapunkti verður maður spurður: „Hvað ætlarðu að gera eftir menntaskóla?“ Og stundum er svarið bara: „Ég veit það ekki.“ Það er í lagi – en það getur líka valdið kvíða og óöryggi.


Þannig að. Menntaskóli er ekki bara staður til að læra um frönsku byltinguna eða efnafræði – hann er líka skóli í samskiptum, sjálfsþekkingu, tímastjórnun og að takast á við áskoranir. Það eru góðir dagar, og svo dagar sem maður telur niður mínúturnar. En í heildina er þetta tími sem formar okkur – og þó að hann sé ekki alltaf auðveldur, þá getur hann verið algjörlega ómetanlegur. Þarna færðu tækifæri á að kynnast fólki sem hefur sama áhugamál og þú. Margir eignast vini til frambúðar þarna og finna sig. 


Comments


bottom of page